Monday, May 7, 2012

Enn hefur dregið úr ljósabekkjanotkun

Um 15% fullorðinna Íslendinga segjast hafa farið í ljós á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir samstarfshóp um varnir gegn útfjólublárri geislun. Dregið hefur verulega úr ljósabekkjanotkun undanfarin ár. Fyrir átta árum svöruðu 30% sömu spurningu játandi.

Tvöfalt fleiri konur en karlar fara í ljós og er ljósabekkjanotkun mest í yngstu aldurshópunum. Þeir sem fara í ljós á annað borð virðast fara mun sjaldnar en áður var. Nú fara aðeins 1,2% fullorðinna í ljós mánaðarlega eða oftar. Könnunin var gerð í apríl og var úrtakið 1380 manns á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 64%.
Samstarfshópur um varnir gegn útfjólublárri geislun hefur starfað síðan 2004 og meðal annars hvatt fermingarbörn til að fara ekki í ljós og átt þátt í að yngri en átján ára var bannað að fara í ljós. Að hópnum standa Geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagið, Embætti landlæknis og húðlæknar.
Nýlega hefur komið fram að samkvæmt gögnum Krabbameinsskrárinnar er farið að draga úr nýgengi sortuæxla í húð, bæði hjá körlum og konum.
 
Frekari upplýsingar veitir Þorgeir Sigurðsson, s. 440 8200

hlutfall_oftlega_i_ljos_2012
hlutfall3_i_ljos_2012

www.gr.is

No comments:

Post a Comment