
Þegar heiðskýrt er á þessum árstíma er sólin býsna sterk og auðvelt að sólbrenna á skömmum tíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur benti á þetta í bloggi sínu svo og að gert er ráð fyrir heiðríkju í það minnsta næstu 7 daga. Það má því búast við áframhaldandi góðviðri með hlýindum og sterkri sól og því líklega best að hafa sólvörnina við hendina.
Styrkur þeirra geisla sólarinnar sem valda sólbruna og húðkrabbameini er mældur með s.k. ÚF-stuðli (UV-index). Upplýsingar um hverning nota má ÚF-stuðuls sér til sólvarna má sjá hér.
ÚF-stuðull mældist hæst 5,4 á höfuðborgarsvæðinu í dag.

ÚF-stuðull 29.05.2012
Fjölmiðlar ráku augun í þessar staðreyndir og fjölluðu um og má sjá nokkra tengla hér að neðan.
mbl.is
Akureyrarblaðið
Vísir
Viðtal á Bylgjunni við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing
No comments:
Post a Comment