Tuesday, May 29, 2012

Búist við sterkri sól næstu daga

Í dag var víða hlýtt, en hlýjast reyndist vera í Borgarfirði. Heiðríkja var og logn fram eftir degi. Hiti á Hvanneyri, Fíflholtum á Mýrum og Húsafelli mældist rúmlega 20 stig í dag, sem mun vera met dagsins samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Í Skorradalnum fór hitinn hins vegar hærra og mældist hæst 21,8 gr kl. 15.15. Heiðskýrt var mest allan daginn og logn eins og sjá mátti á myndinni hér að neðan sem er fengin úr vefmyndavél í Borgarfirðinum.

roof-20120529-095723

Þegar heiðskýrt er á þessum árstíma er sólin býsna sterk og auðvelt að sólbrenna á skömmum tíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur benti á þetta í
bloggi sínu svo og að gert er ráð fyrir heiðríkju í það minnsta næstu 7 daga. Það má því búast við áframhaldandi góðviðri með hlýindum og sterkri sól og því líklega best að hafa sólvörnina við hendina.

Styrkur þeirra geisla sólarinnar sem valda sólbruna og húðkrabbameini er mældur með s.k. ÚF-stuðli (UV-index). Upplýsingar um hverning nota má ÚF-stuðuls sér til sólvarna má sjá hér.

ÚF-stuðull mældist hæst 5,4 á höfuðborgarsvæðinu í dag.
UVHistory
ÚF-stuðull 29.05.2012

Fjölmiðlar ráku augun í þessar staðreyndir og fjölluðu um og má sjá nokkra tengla hér að neðan.

mbl.is
Akureyrarblaðið
Vísir
Viðtal á Bylgjunni við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing

No comments:

Post a Comment