skip to main |
skip to sidebar
Í dag var víða hlýtt, en hlýjast reyndist vera í Borgarfirði. Heiðríkja var og logn fram eftir degi. Hiti á Hvanneyri, Fíflholtum á Mýrum og Húsafelli mældist rúmlega 20 stig í dag, sem mun vera met dagsins samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Í Skorradalnum fór hitinn hins vegar hærra og mældist hæst 21,8 gr kl. 15.15. Heiðskýrt var mest allan daginn og logn eins og sjá mátti á myndinni hér að neðan sem er fengin úr vefmyndavél í Borgarfirðinum.
Þegar heiðskýrt er á þessum árstíma er sólin býsna sterk og auðvelt að sólbrenna á skömmum tíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur benti á þetta í bloggi sínu svo og að gert er ráð fyrir heiðríkju í það minnsta næstu 7 daga. Það má því búast við áframhaldandi góðviðri með hlýindum og sterkri sól og því líklega best að hafa sólvörnina við hendina.
Styrkur þeirra geisla sólarinnar sem valda sólbruna og húðkrabbameini er mældur með s.k. ÚF-stuðli (UV-index). Upplýsingar um hverning nota má ÚF-stuðuls sér til sólvarna má sjá hér.
ÚF-stuðull mældist hæst 5,4 á höfuðborgarsvæðinu í dag.

ÚF-stuðull 29.05.2012
Fjölmiðlar ráku augun í þessar staðreyndir og fjölluðu um og má sjá nokkra tengla hér að neðan.
mbl.is
Akureyrarblaðið
Vísir
Viðtal á Bylgjunni við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing
Um 15% fullorðinna Íslendinga segjast hafa farið í ljós á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir samstarfshóp um varnir gegn útfjólublárri geislun. Dregið hefur verulega úr ljósabekkjanotkun undanfarin ár. Fyrir átta árum svöruðu 30% sömu spurningu játandi.
Tvöfalt fleiri konur en karlar fara í ljós og er ljósabekkjanotkun mest í yngstu aldurshópunum. Þeir sem fara í ljós á annað borð virðast fara mun sjaldnar en áður var. Nú fara aðeins 1,2% fullorðinna í ljós mánaðarlega eða oftar. Könnunin var gerð í apríl og var úrtakið 1380 manns á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 64%.
Samstarfshópur um varnir gegn útfjólublárri geislun hefur starfað síðan 2004 og meðal annars hvatt fermingarbörn til að fara ekki í ljós og átt þátt í að yngri en átján ára var bannað að fara í ljós. Að hópnum standa Geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagið, Embætti landlæknis og húðlæknar.
Nýlega hefur komið fram að samkvæmt gögnum Krabbameinsskrárinnar er farið að draga úr nýgengi sortuæxla í húð, bæði hjá körlum og konum.
Frekari upplýsingar veitir Þorgeir Sigurðsson, s. 440 8200
Á síðustu árum hefur komið fram fjöldi rannsókna þar sem sýnt hefur verið fram á tengsl psoriasis og hækkunar á blóðfitu. Kólesteról er mikilvæg blóðfita fyrir líkamsstarfsemi okkar en ef það er of hátt eykur það líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ekki er þekkt hvers vegna of hátt kólesteról fylgir psoriasissjúkdómnum. Of háu kólesteróli fylgja engin líkamleg einkenni, en æðarnar geta skemmst sem getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Það er því mjög mikilvægt að greina kólesterólshækkun snemma þannig að hægt sé að lækka kólesterólið og draga þannig úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.
Viðmiðunarmörk kólesteróls eru eftirfarandi:

Æskilegt er að HDL kólesteról (góða kólesterólið) sé hærra 1,1 mmol/l og að LDL kólesteról (vonda kólesterólið) ekki hærra en 3,37 mmol/l.
Varðandi mataræði sem getur gagnast þeim sem hafa of hátt kólesteról þá bendum við á umfjöllun hér á eftir:
Kólesteról - upplýsingabæklingur Hjartaverndar sem m.a. fjallar um mataræði
Ráðleggingar Lýðheilsustofnunar um mataræði (almennt)
Ég er með of hátt kólesteról – hvað er til ráða? - Umfjöllun á doktor.is
Ef breytt mataræði bætir ekki kólesterólsgildin, eða ef gildi þitt er mjög hátt er rétt að leita ráðgjafar hjá hjartalækni, efnaskiptalækni eða heimilislækni.
Til minnis - Gildin þín: