Áberandi er hve sortuæxli eru algeng hjá konum yngri en 35 ára skv. tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands. Á línurtitunum hér að neðan er tíðnin borin saman á milli Norðurlandanna. Þar kemur fram að fram undir 1990 er tíðni sortuæxla hjá ungum konum lægst hér á landi, en fer ört vaxandi eftir það. Á síðustu árum eru íslensku konurnar með nánast þrefalda tíðni miðað við hin Norðurlöndin. Þekkt er að útfjólubláir geislar er einn helsti áhættuþáttur í myndun sortuþæxla og þegar tekið er tillit til legu landsins koma þessar niðurstöður nokkuð á óvart. Hækkun hefur einnig sést hjá ungum karlmönnum, en hún er ekki eins áberandi.
Fyrir þá sem vilja kynna sér
einkenni sortuæxla má gera það hér.
Stöð 2 birti frétt um málið og má nálgast fréttina hér að neðan:


No comments:
Post a Comment