Thursday, January 29, 2009
Gömul aðferð til meðhöndlunar á psoriais virkar þegar nýju lyfin bregðast
“ Samkvæmt nýrri rannsókn frá húðsjúkdómalæknum á Mayo sjúkrahúsinu í Bandaríkjum, getur psoriasis meðferð með ljósum og tjöruáburði („Goeckermans“ meðferð) í sumum tilfellum unnið betur á psoriasis en hin nýju, svo kölluðu „biologisku“ lyf.
„Goeckermans“ meðferðin felst í því að bera tjöru á útbrotin ásamt því að gefa UVB ljósameðferð.
Á þessari rannsókn má sjá að þó að biologisku lyfin geti haft undraverð áhrif á psoriasis og aðra húðsjúkdóma má ekki vanmeta gömlu meðferðirnar eins og tjöruáburði og ljós.
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar þá má finna upphaflegu fréttina hér (á ensku).
Monday, January 26, 2009
Húðlæknastöðin setur upp kerfi sem sendir út SMS áminningu daginn fyrir heimsókn.
Það kannast allir við að erfitt getur verið að halda utan um alla fundi og heimsóknir til lækna og tannlækna. Það vill því stundum brenna við að ef heimsóknir til lækna gleymist ef bókað er með löngum fyrirvara.
Af Þessum sökum setti Húðlæknastöðin nýlega upp kerfi sem sendi SMS skeyti til að minna á tímann. Skeytin eru send kl. 10 daginn fyrir áætlaða heimsókn. Kerfið var sett upp fyrri mánuði síðan og hefur almennt mælst vel fyrir. Þó hafa komið upp hnökrar, t.d. hætti kerfið skyndilega að senda út skeyti án nokkurrar skýringar. Einnig hefur viljað bregða við að þeir sem eru bókaðir á fleiri en einum stað, t.d. á skurðstofu og hjá lækni hafi fengið fleiri en eitt skeyti, en það stendur allt til bóta.
Af Þessum sökum setti Húðlæknastöðin nýlega upp kerfi sem sendi SMS skeyti til að minna á tímann. Skeytin eru send kl. 10 daginn fyrir áætlaða heimsókn. Kerfið var sett upp fyrri mánuði síðan og hefur almennt mælst vel fyrir. Þó hafa komið upp hnökrar, t.d. hætti kerfið skyndilega að senda út skeyti án nokkurrar skýringar. Einnig hefur viljað bregða við að þeir sem eru bókaðir á fleiri en einum stað, t.d. á skurðstofu og hjá lækni hafi fengið fleiri en eitt skeyti, en það stendur allt til bóta.
Friday, January 16, 2009
Við erum að uppfæra síðuna
Við erum að uppfæra síðuna. Sumir hlekkir eru óvirkir eða vísa á rangar síður. Vinsamlega sýnið þolinmæði.
Wednesday, January 14, 2009
Fleiri ungar konur hér með kynfæravörtur
Eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu 14.01.2009


Ragnheiður Alfreðsdóttir og Laufey Tryggvadóttir
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is
UM 20 prósent íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 25 ára hafa greinst með kynfæravörtur sem er langhæsta hlutfallið á Norðurlöndum. Þetta er niðurstaða könnunar meðal 15 þúsund íslenskra kvenna sem gerð var á árunum 2004 til 2005.
Íslenskar konur á þessum aldri höfðu einnig sofið hjá mun fleiri körlum en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur, faraldsfræðings hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
»Fjöldi rekkjunauta er sá þáttur sem hefur langmest áhrif á hvort kona smitast. Íslenskar stúlkur voru með hæst algengi kynfæravörtusmits og hér var hröðust aukning á smiti og fjölda rekkjunauta. Hjá yngsta hópi kvennanna voru þeir yfir 12 hér á landi að meðaltali miðað við sjö annars staðar á Norðurlöndum. Þeir eru miklu fleiri nú en fyrir um 20 árum. Þetta ástand endurspeglar eitthvert hömluleysi eða misskilning á því hvernig á að hegða sér og það þarf að taka á þessu,« segir Laufey.
Kynfæravörturnar smitast fyrir tilstilli HPV-veira sem eru náskyldar þeim sem valda leghálskrabbameini, að því er Laufey greinir frá. »Þess vegna er mjög líklegt að smit af völdum HPV-veira sem valda leghálskrabbameini sé einnig mun tíðara hér.«
Vörturnar geta birst vikum eða mánuðum eftir kynferðislegt samneyti við sýktan einstakling og konurnar jafnvel verið einkennalausar, að því er segir í nýrri grein hjúkrunarfræðinga á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Bent er á að kynfæravörtusmit aukist bæði hjá konum og körlum þegar skapabarmar eða svæði umhverfis kynfæri eru rökuð vegna þess að við rakstur verði oft rof í húð sem auðveldi veirusmit.
Séu vörturnar ómeðhöndlaðar geta þær breiðst út, haldist óbreyttar en einnig horfið. Í 92 prósentum tilfella myndar ónæmiskerfi líkamans mótefni sem eyðir veirunni á næstu 18 mánuðum eftir smit.
»Líkaminn getur unnið á þessu eins og mörgum öðrum veirusýkingum sem við fáum en þetta getur líka orðið vandamál,« segir Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, sem annað kvöld heldur fræðslukvöld um HPV-smit, afleiðingar þess og forvarnir.
Ragnheiður leggur áherslu á mikilvægi þess að konur sem byrjað hafa kynlíf komi í reglubundna leghálsskoðun frá 20 ára aldri þar sem HPV-smit er algengast meðal ungra kvenna.
Í HNOTSKURN
Könnunin á Íslandi var liður í könnun sem náði til 70 þúsunda norrænna kvenna. Alls höfðu 10,6 prósent kvenna á Norðurlöndum á aldrinum 18 til 45 ára greinst með kynfæravörtur. Sumar tegundir HPV-veirunnar valda kynfæravörtum en aðrar frumubreytingum í leghálsi.
Viðbót Húðlæknastöðvarinnar:
Ef þú hefur áhyggjur af kynfæravörtum getur þú leitað hjálpar og ráðgjafar á eftirtöldum stöðum:
Kynsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi
Húð- og kynsjúkdómalæknar
Kvensjúkdómalæknar
Þvagfæraskurðlæknar
Einnig má finna grein um kynfæravörtur hér á síðunni:
Húð- og kynsjúkdómalæknar
Kvensjúkdómalæknar
Þvagfæraskurðlæknar
Einnig má finna grein um kynfæravörtur hér á síðunni:
Subscribe to:
Posts (Atom)