Húðlæknastöðin hefur opnað laserdeild og mótttöku húðlækna á Akureyri. Stefnt er að lasermeðferð og læknamóttöku minnst einu sinni í mánuði. Lasermeðferð og móttaka sjúklinga fer fram á Læknastofum Akureyrar, Hafnarstræti 97, 6. hæð (“Krónan”).
Tímapantanir fyrir viðtal hjá húðsjúkdómalækni er í síma 5204444 alla virka daga á milli 9 og 12 og á milli 13 og 16. Panta má tíma í lasermeðferð og fá nánari upplýsingar um lasermeðferð í síma 5204412. EInnig má fá upplýsingar á www.hudlaser.is.
Algengustu ábendingar fyrir lasermeðferð eru óæskilegur hárvöxtur, roði og æðaslit í andliti, óæskilegar æðar á ganglimum, fínar hrukkur í andliti og minni háttar andlitslyfting. Ath að í flestum tilvikum taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í slíkri meðferð eða viðtölum vegna hennar. Þar eru þó ákveðnar undantekningar.
Húðsjúkdómalæknarnir taka bæði á móti sjúklingum með almenn húðvandamál og þeim sem koma vegna lasermeðferðar.
Næsta dagsetning fyrir lasermeðferð og móttöku lækna er: 8 og 9 september 2011
Húðsjúkdómalæknir: Bárður Sigurgeirsson
Monday, May 2, 2011
Subscribe to:
Posts (Atom)