Tuesday, November 30, 2010

Ný reglugerð um greiðsluþátttöku vegna aðgerða

Merki_einlina_kross_vinnstri

Hinn 1.10.2009 tók gildi ný reglugerð um lýtalækningar. í þeirri reglugerð er felld í burtu greiðsluþátttaka vegna aðgerða á aðgerðum húðmeinum.

Reglugerðin felur í sér að Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í greiðslu við meðferð á eftirtöldum sjúkdómu:

Húðsepar
Venjulegar vörtur
(smitvörtur sem eru algengar á höndum og fótum)
Frauðvörtur (algengar hjá börnum)
Fæðingarblettir
Ýmsir góðkynja blettir í húð, þar sem hægt er að útiloka forstigsbreytingar eða krabbamein með skoðun

Eftirtaldar undantekningar gilda:

Góðkynja húðmein önnur en húðsepar: Ekki greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga þegar fjarlægð eru góðkynja húðmein sem ekki eru ógn við heilsu eða færni, sjá þó undantekningu: Þegar góðkynja húðmein eru verulega afmyndandi á höfði og hálsi, eða ef húðmein verða fyrir endurtekinni ertingu eða valda blæðingu, taka Sjúkratryggingar þátt í kostnaði.

Húðsepar (skin tags) fjarlægðir: Ekki greiðsluþátttaka, sjá þó undantekningu: Húðsepar sem verða fyrir endurtekinni ertingu eða valda blæðingu.

Húðmein svo sem fæðingarblettir, æðaæxli, körtuhornlag og taugatrefjaæxlager (nevi, hemangioma, keratosis, neurofibromata): Brottnám (excision) eða eyðing. Ekki greiðsluþátttaka, sjá þó undantekningar, þar sem Sjúkratryggingarnar taka þátt í kostnaði: Rökstuddur grunur um krabbamein svo sem þegar blettir eru óreglulegir í lit eða lögun eða breytingar verða í útliti bletta. Húðmein sem er verulega afmyndandi á höfði eða hálsi, eða húðmein sem skerðir líkamsfærni verulega.
Vörtur (Warts) Fjarlæging eða eyðing: Venjulega er ekki greiðsluþátttaka. -Undantekning þar sem Sjúkratryggingarnar taka þátt í kostnaði: Vörtur sem valda verulegri skerðingu á líkamsfærni og hafa ekki svarað íhaldsamri meðferð.

Reglugerðina í heild sinni má nálgast í gegnum tengilinn hér að neðan:

Reglugerðin í heild sinni (hleður niður pdf skjali af vef Sjúkratrygginga Íslands)


Þeir sem láta fjarlægja eða meðhöndla bletti sem ekki falla undir þær undantekningar sem hafa verið skilgreindar af Sjúkratryggingum Íslands verða því að
greiða að fullu meðferðina. Einnig er rétt að geta þess að örorkukort, afsláttarkort og lækkun á verði til barna gildir ekki við slíkar aðstæður. Alltaf er þó heimilt að leita ráðgjafar vegna ofangreindra meina með fullri greiðsluþátttöku.

Thursday, October 14, 2010

Nýjungar í meðferð á Sveppum í tánöglum

Bárður Sigurgeirsson húðlæknir flutti fyrirlestur um nýjungar í meðferð á sveppum í tánöglum á Evrópuþingi húðlækna sem haldið var í Gautaborg í byrjun október.

Thursday, March 4, 2010

Hættan er ljós - Viðtal við Bárð Sigurgeirsson húðsjúkdómalækni

Hættan er ljós - Ungt fólk á ekki að fara í ljósabekki

Nú er að hefjast átak sem beinist að fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Þetta er sjöunda árið sem farið er í fræðsluherferð undir slagorðinu „Hættan er ljós“. Birtar verða auglýsingar í dagblöðum og á vefsíðum, m.a. Facebook, og fjallað um málið í fjölmiðlum.
steiktur2

Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mikið á síðustu áratugum, einkum tíðni svonefndra sortuæxla, en þau eru alvarlegasta tegund húðkrabbameins og algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára. Foreldrar og aðrir forráðamenn fermingarbarna eru hvattir til að fara að tilmælum alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. Nýlega hafa verið settar fram tillögur á norrænum vettvangi um að banna þeim sem eru yngri en átján ára að fara í ljós. Slíkt bann hefur þegar tekið gildi í nokkrum löndum, m.a. Skotlandi.

Í kjölfar fræðsluherferðanna síðustu ár hefur dregið úr ljósabekkjanotkun ungs fólks og nokkrar sveitarstjórnir hafa hætt að bjóða upp á sólböð í ljósabekkjum í íþróttamannvirkjum sínum. Með herferðinni er stefnt að því að draga enn frekar úr ljósabekkjanotkuninni. Leitað verður til presta landsins um að leggja málefninu lið, eins og undanfarin ár.

Nú er að koma út fræðslurit um sortuæxli. Krabbameinsfélagið gefur ritið út en höfundar eru læknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali 50 manns á ári með sortuæxli í húð, 60 með önnur húðæxli og um 225 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Á allra síðustu árum hefur heldur dregið úr tíðninni. Ár hvert deyja að meðaltali níu Íslendingar úr sortuæxlum í húð.

Frétt frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu,
Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð, 26. febrúar 2010.

Fræðslusíða: www.krabb.is/ljos



Monday, March 1, 2010

Alvarlegar sýkingar geta borsit á milli þeirra sem stunda ljósabekki

Nú er ekki lengur vafi á þætti ljósabekkja í myndun húðkrabbameina og alþjóða krabbameinsstofnunin (IARC) hefur bætt ljósabekkjum á lista sinn um þekkta krabbameinsvalda, en á þeim lista er að finna ýmis konar góðgæti s.s. tóbak, asbest o.fl.. Nú virðist vera að fleiri hættur tengist ljósabekkjanotkuninni, ef marka má grein í janúarhefti tímarits bandaríska húðlæknafélagsins.

Höfundarnir völdu sér ljósabekkajstofur sem höfðu fengið hæstu einkunn fyrir gæði í “New York Magazine”. Þeir pöntuðu sér tíma, en í stað þes að skella sér í bekkina tóku þeir bakteríusýni frá bekkjunum. Athugaðar voru 10 ljósastofur.

Meinbakteríur ræktuðust frá öllum ljósastofunum. Alls ræktuðust allt að fimm minsmunandi meinbakterítegundir frá einni og sömu ljósastofu. Algengustu bakteríurnar sem fundust voru: Kelbsiella (4/10), Pseudomonas (5/10), Enterococcus (3/10), Staphylococcus auresus (3/10) og enterobacter cloacae (2/20).

Allar þessar bakteríur geta valdið alvarlegum sýkingum í húð. Þar sem þessar bakteríur ræktast frá yfirborði bekkjanna er líklegt að þær geti borist á milli gestanna og valdið sýkingum í húð.

Þess má geta að húðlæknar Húðlæknastöðvarinnar hafa séð nokkur tilvik af kláðamaur sem virðast hafa smitast manna á milli í ljósbekkjum.

Líklega er best að hugsa sig um tvisvar áður en farið er í ljós.

BS

Russak, Julie E, and Darrell S Rigel. "Tanning Bed Hygiene: Microbes Found on Tanning Beds Present a Potential Health Risk." Journal of the American Academy of Dermatology 62, no. 1 (2010): doi:10.1016/j.jaad.2009.05.034.
Bakteriur
Þú ert ekki einn á ferð í ljósum. Hér má sjá afrakstur ræktunar úr bekkjunum.
2488798376820032355-908168162252567757

Wednesday, January 20, 2010

Alvarlegar sýkingar geta borist á milli þeirra sem stunda ljósabekki

Nú er ekki lengur vafi á þætti ljósabekkja í myndun húðkrabbameina og alþjóða krabbameinsstofnunin (IARC) hefur bætt ljósabekkjum á lista sinn um þekkta krabbameinsvalda, en á þeim lista er að finna ýmis konar góðgæti s.s. tóbak, asbest o.fl.. Nú virðist vera að fleiri hættur tengist ljósabekkjanotkuninni, ef marka má grein í janúarhefti tímarits bandaríska húðlæknafélagsins.

Höfundarnir völdu sér ljósabekkajstofur sem höfðu fengið hæstu einkunn fyrir gæði í “New York Magazine”. Þeir pöntuðu sér tíma, en í stað þes að skella sér í bekkina tóku þeir bakteríusýni frá bekkjunum. Athugaðar voru 10 ljósastofur.

Meinbakteríur ræktuðust frá öllum ljósastofunum. Alls ræktuðust allt að fimm minsmunandi meinbakterítegundir frá einni og sömu ljósastofu. Algengustu bakteríurnar sem fundust voru: Kelbsiella (4/10), Pseudomonas (5/10), Enterococcus (3/10), Staphylococcus auresus (3/10) og enterobacter cloacae (2/20).

Allar þessar bakteríur geta valdið alvarlegum sýkingum í húð. Þar sem þessar bakteríur ræktast frá yfirborði bekkjanna er líklegt að þær geti borist á milli gestanna og valdið sýkingum í húð.

Þess má geta að húðlæknar Húðlæknastöðvarinnar hafa séð nokkur tilvik af kláðamaur sem virðast hafa smitast manna á milli í ljósbekkjum.

Líklega er best að hugsa sig um tvisvar áður en farið er í ljós.

BS

Russak, Julie E, and Darrell S Rigel. "Tanning Bed Hygiene: Microbes Found on Tanning Beds Present a Potential Health Risk." Journal of the American Academy of Dermatology 62, no. 1 (2010): doi:10.1016/j.jaad.2009.05.034.
Pasted Graphic 1
Þú ert ekki einn á ferð í ljósum. Hér má sjá afrakstur ræktunar úr bekkjunum.