Húðlæknastöðin hefur fest kaup á nýjum og betri laser tækjum. Um er að ræða viðbót við þann tækjakost sem fyrir er. Laser tækin eru frá fyrirtækinu Palomar í Bandaríkjunum.
Nýju lasertækin gefa möguleika á að meðhöndla ýmsa húðsjúkdóma og öldrunarbreytingar í húðinni betur en áður hefur þekkst.
Fractional laser meðferð hefur í um áratug verið í þróun, en kom ekki á markað fyrr en nýlega. Meðferðin hefur verið viðurkennd af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA).
Þessi tækni byggir á því að örfín göt eru gerð á húðina með lasergeisla. í kjölfarið fer í gang endurnýjunarferli í húðinni. Laser meðferðin hefur þannig jákvæð áhrif á húðina sem nýtist m.a við meðferð á hvers konar örum og sólarskemmdum. Laserinn hefur einnig mikil áhrif á öldrunarbreytingar bæði hrukkur og slappa húð.
Það er mikill kostur við þessa nýju meðferð að það tekur fólk stuttan tíma að jafna sig eftir meðferðina . Að jafnaði 2-4 daga. Með þessari meðferð er kominn raunverulegur valkostur fyrir fólk sem hefur áhuga á að hressa upp á húðina en hefur ekki áhuga eða tíma til að fara í skurðaðgerðir.
Það er von okkar að með þessum nýju laser tækjum getum við aukið þjónustuna og boðið upp á laser meðferð sem ekki hefur staðið til boða hér á landi áður.
GBS
Nýju lasertækin gefa möguleika á að meðhöndla ýmsa húðsjúkdóma og öldrunarbreytingar í húðinni betur en áður hefur þekkst.
Fractional laser meðferð hefur í um áratug verið í þróun, en kom ekki á markað fyrr en nýlega. Meðferðin hefur verið viðurkennd af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA).
Þessi tækni byggir á því að örfín göt eru gerð á húðina með lasergeisla. í kjölfarið fer í gang endurnýjunarferli í húðinni. Laser meðferðin hefur þannig jákvæð áhrif á húðina sem nýtist m.a við meðferð á hvers konar örum og sólarskemmdum. Laserinn hefur einnig mikil áhrif á öldrunarbreytingar bæði hrukkur og slappa húð.
Það er mikill kostur við þessa nýju meðferð að það tekur fólk stuttan tíma að jafna sig eftir meðferðina . Að jafnaði 2-4 daga. Með þessari meðferð er kominn raunverulegur valkostur fyrir fólk sem hefur áhuga á að hressa upp á húðina en hefur ekki áhuga eða tíma til að fara í skurðaðgerðir.
Það er von okkar að með þessum nýju laser tækjum getum við aukið þjónustuna og boðið upp á laser meðferð sem ekki hefur staðið til boða hér á landi áður.
GBS